Ég verð að viðurkenna að ég er alveg ný í þessum heimi rómantíkur sem karlmenn Berlínarborgar sýna mér. Er eiginlega bara frekar týnd.
Ég bý í úthverfi, frekar fínu úthverfi ef svo má segja. Hér er mikið um fjölskyldu- og eldra fólk. Kaffihúsin loka um og rétt eftir kvöldmat og gamlar konur sitja á bekkjum og fylgjast með fólkinu ganga um göturnar. Hér mun ég ekki finna ungan þjáðan rithöfund sem situr á kaffihúsi með vafða sígarettu að skrifa smásöguna sína. Þessir karlmenn eru mjög auðfundir í Berlín, en eiga einfaldlega ekki heima í hverfinu mínu, eða ég hélt það.
Fyrir helgi var ég á göngu, með tveggja ára barnið með mér í kerru á leið minni á leikskóla stráksins. Upp úr þurru stoppar mig maður. Bráðmyndarlegur ungur maður á besta aldri - Hugsanlega í kringum 25.ára. Ég hugsaði að hann væri að vinna í hverfinu, var í vinnubuxum og með málningaslettur á peysunni - eða enn betra - Kannski var hann listmálari?
Fallegi maðurinn lítur í augun á mér og byrjar að tala - á þýsku, en einlægur var hann. Horfði djúpt í augun og mér og virtist virkilega meina það sem hann var að segja. Ég hugsaði með mér að hann væri pottþétt að bjóða mér á stefnumót, ég væri konan sem hann þráði og hann væri búinn að vera leita að mér allt sitt líf -
Versta falli væri hann að biðja um leiðbeiningar? En það eiginlega gat ekki verið, hann var svo rómantískur og einlægur. Ég vildi eiginlega ekki stoppa hann -
*ÞLM = Þjáður listamaður
HLM: Sorry, I don't understand deutch, can you repeat that in english?
ÞLM: Uuuu okey. I try.
HLM: (Spennt, og set mig í stellingar)
ÞLM: You sexy! Very fine. I make photos. I make photos and I pay you money! Okey? Want money for photos?
Meðan hann talaði þá benti hann ákaft á myndavélasímann sinn.
Ég þakkaði pent.
Ætli rómantíkin sé steindauð?
/Helga Lind.