Monday, September 28, 2009

Svefnleysis-klikkun

Andvaka

Fyrsta bylta.
Önnur bylta.
Hví er ég andvaka svona um miðjar nætur?
Þriðja bylta.
Fjóra bylta.
Rúmið er eins og sökkvandi fleki
í risavaxinni þankalaug.
Fimmta bylta.
Sjötta bylta.
Koddinn er eins og villtur krókódíll
sem tætir í sundur hugsanir.
Sjöunda bylta.
Áttunda bylta.
Afhverju í ósköpunum er ég andvaka
um miðjar nætur?
Níunda bylta.
Tíunda bylta.
Jæja, nú gefst ég upp og er farin á fætur.