Það fór ekki framhjá neinum að það rigndi í sumar. Það rigndi, rigndi og rigndi. Ég kvartaði mikið og hátt yfir þessu öllu saman. Ég meina? Fyrsta sumarið sem ég ákveð að eyða í Reykjavík og það rignir. Allan tímann. Ég tók þessu persónulega (svona eins og ég tek veðrinu yfirleitt). Þegar ég síðan skoða yfir myndirnar frá sumrinu þá var ekkert rigning alla daga. Það kom annað slagið sól og þá var gaman. Ekki það að gamanið hafi verið minna þegar það rigndi, en meira svona ,,vá hvað það er mikil rigning og hvað það er blautt" gaman, þið þekkið þetta.
Hér eru nokkrar sumarmyndir frá sumardögum og sumardjammi.
Hér eru nokkrar sumarmyndir frá sumardögum og sumardjammi.
Þessi dagur var held ég besti sólardagurinn. Einar og Guillermo gæða sér á þynnkuborgara. Fleiri dagar mættu vera svona dagar.
Gylfi og Greipur passa standardinn í útilegum. Óþarfi að vera villimenni þrátt fyrir að gista í tjaldi. Hér blanda þeir félagar G&T ofan í mannskapinn.
Þetta bestapar asnaðist til að flytja til Danmerkur í lok sumars. Nú sakna ég þeirra ógurlega. Hver kemur með mér í ferðalag?