Tuesday, August 4, 2009

Blogg?

Hugsanlega er ég byrjuð aftur að blogga. Kannski ekki samt. En samt alveg kannski. Eiginlega þá bara til að gera Vilborgu systur greiða. Hún vill að ég bloggi. Kannski ætti ég frekar bara að senda henni email? Ég veit það ekki. En kannski mun ég blogga, það kemur í ljós.

Kannski mun ég bara blogga þegar ég þarf að monta mig. "Ógeðslega gaman í útlöndum" fílingur, eða kannski blogga ég bara þegar ég er emó og vill Ísafjörð og vini mína. Kannski já.

Ég er allavega farin að sofa. Rise eftir fjórar klukkustundir og út á völl. Halelúja og amen. Og bless.