Í gær fór ég í sturtu. Í rauninni er athöfnin sjálf ekki frásögu færandi það sem þetta var ósköp venjuleg sturtuferð og í rauninni dagleg athöfn (svona oftast allavega). Hún var kannski helst til stutt þar sem ég var á hraðferð en hún sinnti sínu hlutverki ágætlega.
En að punkti sögunnar.
Þegar ég kom inn í herbergið mitt, nakin og með túrkisblátt handklæðið bundið um höfuðið varð mér litið út um gluggann (auðvitað var alveg dregið frá og vel hægt að sjá inn). Við mér blasir þessi rosalega fína jólasnjókoma svo án þess að hika (hraðferðin munið þið) greip myndavélina sem lá á skrifborðinu og tók nokkrar myndir.
Eftir um það bil mínútu rann það upp fyrir mér hvað ég var að gera. Þarna var ég, nakin, já allsber, með myndavél, að taka myndir út í glugga, um miðjan dag, af barnaleikvelli og vel sjáanleg öllum sem áttu leið hjá.
Hér eru allavega myndirnar af fínu stjókomunni. Mikið vona ég innilega að enginn í húsunum á móti hafi tekið mynd í áttina að mér.