Sveitin mín er langt í burtu. Í raun má segja að hún sé eins langt í burtu frá Reykjavík og hægt er að komast. Líklegast er það ástæðan fyrir því að ég hef ekki komið þangað í fjölda ára. Nánar tiltekið hef ég ekki farið þangað síðan sumarið 2000. Sem barn fór ég þangað á hverju sumri með ömmu og afa og líklegast hefur þetta verið leið foreldra minna til að losna við mig í ca. 2 mánuði á ári (djók).
Að koma þangað eftir 13 ára fjarveru var afskaplega einkennilegt. Leiðin yfir túnið að vatninu var miklu styttri, herbergin voru einungis brotabrot af því sem þau voru í höfðinu á mér og fjárhúsin stóðu tóm.
Eitt sem hafði þó ekki breyst, sveitin er dásemd.
Hver vill flytja þangað með mér?
Melrakkaslétta?
Raufarhöfn er alveg eitthvað?
Eitt sem hafði þó ekki breyst, sveitin er dásemd.
Hver vill flytja þangað með mér?
Melrakkaslétta?
Raufarhöfn er alveg eitthvað?
Ekki?
Fínt magn af flugum höfðu boðið sig fram í móttökunefnd.
Brjálaða Bogga stóð á bakvið þau skipulögðu fjöldamorð sem voru framin fyrstu nóttina.
Krúttuð (lesist: ógeðsleg) svört lítil mús skaust undan svefnsófanum þegar við sátum í makindum okkar með kvöldkaffið. Ég stóð upp á stól einungis til að fá yfirsýn yfir svæðið, ekki afþví að ég var hrædd. Neinei seisei.
Leitarflokkurinn kembir svæðið og rekur slóð músarinnar.
Amma og afi sem þoldu mig í sveitinni á sumrin.
Bróðir semur ljóð.
Tuttuguogtvö karöt.
Svo fínt og fínt.
Morgunkaffið
Músarlaus stofa.