Tuesday, October 4, 2011



hring eftir hring eftir hring eftir hring
við snúumst öll í sömu áttina
bara einn annan hring
hring eftir hring eftir hring eftir hring
þar til ég finn stingandi tilfinningu í tungurótinni
og beiskt munnvatnið spýtist fram eins og eitur
ég finn að ég mun æla-
eftir bara einn hring
og ég berst við ógleðina
ég get ekki hætt
HAHAHAHA!
Djöfull er ég ringluð.
það dansa allir skakkir í kringum mig.
á skakk og skjön
og á alla kanta.
Ætli þetta sé ekki toppurinn?
HAHAHAHA!
annar og annar og einn annar hringur.
Djöfull er þetta allt fínt maður.




(Myndirnar tengjast fréttinni ekki beint)

ps. Það má líka alveg klikka á þær, þá verða þær ótrúlega mikið stærri.